
Með hausverk um helgar
Ég heiti Rut og er mamma, íslenskufræðingur, grafískur hönnuður og kenni smíði - og ég er alltaf með hausverk um helgar. Hlaðvarpið er tvíþætt - annarsvegar er spjall og yfirlit um ýmis skóla- og kennslumál - hinsvegar segi ég sögur úr goðafræði (á minn hátt).
Með hausverk um helgar
Upplýsingatækni í skólastofunni
Hugleiðingarhlaðvarp um kennsluforrit, flokkunarkerfi Blooms og hin alræmdu rauðu flögg persónuverndar.
- Ted x spjall Manoush Zomorodi um nauðsyn þess að láta sér leiðast - HÉR
- Nokkur smáforrit flokkuð með Bloom (ath sumir hlekkir virka ekki) - HÉR
- Skemmtilegt myndband þar sem flokkun Blooms er útskýrð - HÉR
- Rafræna kynslóðin í skólum - Homo Zappiens - HÉR
- HÉR - er hægt að fletta upp kennsluforritum í áhættugreiningu persónuverndar.
Animation Desk - forrit til að búa til litlar teiknimyndir
Puppet Pals - forrit til að búa til myndbönd úr teiknimyndaköllum eða ljósmyndum
Podomatic - þægilegt hlaðvarpsforrit þar sem þú getur nýtt símann þinn
Buzzsprout - forritið sem ég nota :)
Explain Everything - rafræn tússtafla sem hægt er að deila með nemendum - og taka upp einnar mínutu myndbönd
Að auki - HÉR er síðan hans Helgi Reyrs - frábær síða með skemmtilegum og gagnlegum upplýsingum - eða eins og hann segir sjálfur: "verkefni, hugmyndir og innblástur fyrir fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt nám".